fimmtudagur, desember 02, 2004

Allt klárt

Já kæru vinir nú er þetta bara komið í höfn. Skilasíðan í Upplýsingatækni og skólastarfi er klár. Við Kláruðum stuttmyndina í gær og erum búin að setja inn á síðurnar hjá okkur. Þeið ættuð endilega að skoða þessa stórmynd okkar, lofa því að þið verðið ekki fyrir vonbrigðum!
http://nemendur.khi.is/jonagest/skolastarf hérna getið þið séð öll verkefnin sem ég gerði á námskeiðinu.
Góðar stundir

þriðjudagur, nóvember 30, 2004

Stuttmyndin að verða klár...

Við tókum upp stuttmyndina í dag og ég er nokkuð viss um að leikstjórar í Hollywood munu sleifa yfir þessu meistaraverki!!!! Verður vonandi komið inn á síðuna mína í kvöld.
Góðar stundir.

miðvikudagur, nóvember 24, 2004

sér fyrir endan á þessu.....

jæja þá fer þessu að ljúka, við ætluðum að taka upp stuttmyndina í gær en það gekk ekki. Vonandi náum við að klára hana á næstu dögum og þá mun ég setja hana inn á síðuna mína.
góðar stundir.

sunnudagur, nóvember 07, 2004

Á haus....

Já það er allt á haus hérna, en það þýðir ekkert að væla maður verður að klára þetta. Er að setja Flickr inn núna og síðan kemur myndasíðan inn fljótlega (er enn að velja myndir inn á hana). Síðan mín er að taka á sig nýja mynd þessa dagana þannig að endilega verið duglega að skoða hana.
Góðar stundir

sunnudagur, október 31, 2004

Þetta er allt að koma.....

Já það er svo sannarlega nóg að gera, vekrefni, verkefni, verkefni en það er í lagi því þau eru flest ágæt. Er að vinna í að setja örkennsluna inn á síðuna mína þannig að ef þið viljið læra að brjóta saman b... þá er sniðugt fyrir ykkur að kíkka á síðuna mína... http://nemendur.khi.is/jonagest/skolastarf/index.htm
Góðar stundir.

laugardagur, október 16, 2004

kominn frá köben

Þá er maður kominn heim frá Köben endurnærður á líkama og sál.
Ég sé það að það er mikið verk óunnið hjá mér og því er bara að girða sig í brók og koma hlutunum í verk. Ég mun setja verkefnin inn á síðuna mína þannig að endilega skoðið hana reglulega.
Góðar stundir

mánudagur, október 04, 2004

er að fara í smá frí....

Nú ætla ég að skella mér í smá frí til Köben. Bless á meðan.
Góðar stundir