föstudagur, september 24, 2004

Vefleiðangur um Norðurlöndin

Kynning
Norðurlöndin eru 7, Ísland, Danmörk, Svíþjóð, Noregur, Finnland, Færeyjar og Grænland. Hver er skyldleiki þessarra þjóða? Hvernig er menningin í þessum löndum? Hver er aðal atvinna fólks í löndunum 7? Um þetta snýst verkefnið og þú átt að finna svör við öllu þessu og meiru til. Þú átt að vinna veggspald með upplýsingum um Norðurlöndin auk þess að búa til ykkar draumaferð um Norðurlöndin.

Verkefni
Ykkar hlutverk er að taka saman allar helstu upplýsingar um Norðurlöndin. Lifnaðarhætti, íbúa, stærð, mannfjölda, atvinnuvegi, menningu o.fl. Þið notið svo þessar upplýsingar til að búa til veggspjald um Norðurlöndin og í kjölfarið býr hver og einn til ferðaáætlun um sína draumaferð um Norðurlöndin. Hver hópur kynnir síðan sínar niðurstöður um Norðurlöndin og þeir sem vilja geta síðan sagt hvernig þeirra draumaferð hljómar.

Upplýsingaleit
www.markovits.com/nordic/denmark.shtml (Hér má finna ýmsar upplýsingar um Norðurlöndin)
www.nordice.is/islenska/nordurlondin%20i%20fokus.shtml (Hér er fleira um Norðurlöndin)
www.vur.is/ (Stór og mikill gagnagrunnur um Norðurlöndin og fleiri lönd)
www.nat.is/ (Gott að styðjast við upplýsingar af þessari síðu þegar draumaferðin er skipulögð)
Ekki er skilt að ná í allar upplýsingar af þessum síðum og er öllum frjálst að nálgast þær af hverri þeirri síðu sem hefur að geyma upplýsingar um Norðurlöndin. Þessar krækjur eru bara dæmi um síður sem hægt er að nálgast upplýsingar á.

Ferlið
1. Við byrjum á að skipta bekknum niður í 4-5 manna hópa.
2. Hver einstaklingur í hópnum fær svo ákveðið hlutverk og leggur sitt af mörkum til verkefnisins. Einn tekur t.d. fyrir atvinnuvegi meðan annar tekur fyrir menningu o.s.frv.
3. Finnið þær upplýsingar sem þið þurfið með hliðsjón af þeim krækjum sem voru gefnar eða með ykkar eigin leiðum á netinu.
4. Hópurinn útbýr í sameiningu veggspjald og býr einnig til stutta greinagerð um Norðurlöndin.
5. Hver vinnur svo í sínu horni við að búa til sína draumaferð um Norðurlöndin.

Mat
Matið verður þrenns konar, fyrst er það jafningjamat þar sem bekkjarfélagarnir meta verkefnið ykkar að loknum fluttningi. Í öðru lagi verður sjálfsmat þar sem hver hópur metur eigin frammistöðu og hvernig honum gekk að vinna saman. Að lokum mun kennari meta flutninginn á verkefninu, frágang á veggspjaldi og hvernig hópnum gekk að vinna saman.

Niðurstaða
Við teljum okkur vita margt um Norðurlöndin og í raun gerum við það, en þó er svo margt sem við höfum ekki hugmynd um og er markmiðið að við áttum okkur enn betur á skyldleika Norðurlandanna. Þetta er kjörið tækifæri til að kynnast Norðurlöndunum betur og átta sig á hvað þau eiga margt sameiginlegt og að sama skapi hvað það er margt ólíkt með þessum löndum þrátt fyrir allan þennan skyldleika.

miðvikudagur, september 22, 2004

Vefrallið

Þá er komið að vefrallinu og ætla að ég að láta vefrallið mitt fjalla um íþróttir. Spurningarnar verða um íþróttir almennt (þó mun mest bera á fótbolta og handbolta spurningum). Ég ætla að notast við 5 síður sem eru www.liverpool.is , www.mbl.is , www.sport.is , www.fotbolti.net og www.visir.is. Nú þegar ég er búinn að kynna mér þessar síður ætla ég að búa til 8 spurningar og er svörin að finna á fyrrnefndum síðum.

1. Hvaða leikmaður Liverpool verður frá keppni næstu 2-3 mánuðina?
2. Hvaða formúlukappi ætlar sér að mála bæinn rauðan á fyrsta fomúlu-1 mótinu sem haldið er í kína?
3. Hvaða 3 spánverja fékk Liverpool til liðs við sig fyrir nýhafið tímabil?
4. Hvaða liði er spáð Íslandsmeistaratitlinum í handbolta karla fyrir nýhafið tímabil?
5. Hvaða liði er spáð Íslandsmeistaratitlinum í handbolta kvenna fyrir nýhafið tímabil?
6. Hvað heitir knattspyrnuþjálfari KR-inga sem nýverið hætti störfum hjá félaginu?
7. Hvað fengu Íslandsmeistarnir í knattspyrnu karla mikið í verðlaunafé fyrir sigur á Íslandsmótinu sem er ný lokið?
8. Hvað fékk neðsta liðið í Íslandsmótinu í knattspyrnu kvenna í verðlaunafé á ný loknu tímabili?

Þeir sem verða fyrstir til að senda inn (rétt svör) vinna vefrallið! Svör sendist á jonagest@khi.is.
Jæja eru ekki allir spenntir?????? Einn, tveir og byrja....................

kv.Geiri breiði

miðvikudagur, september 15, 2004

Fréttaveitur RSS

obbobbobb það hefur orðið breyting á það gjörsamlega rignir inn hérna texta ójá. Er búinn að læra helling um fréttaveitur shit hvað þetta er rosalegt, sparar hellings tíma og læti! Gagnlegt og flott. Ef þið hafið áhuga á að skoða þetta þá er það hægt með að fara inná http://www.bloglines.com/.
Geiri breiði, hættur í bili.
Góðar stundir.

Þetta er rosalegt

Já góðir hálsar og aðrir snillingar.... Helgin var góð, djamm frá helvíti á fös. þar sem kennó fór á Laugarvatn og ég veit ekki hvað og hvað. Lau endaði síðan bara í bulli þar sem ég hékk heima og gerði ekkert að viti. Sun var síðan bara eins og sun á að vera, beddinn. Liverpool reið feitum hoho frá þessari helgi og KA-menn skitu síðan feitt á sig á móti Fram. Dóri feiti ekki að skila sínu fyrir liðið eða hvað?? Jæja nú er ekki að vænta fleiri orða frá mér á næstunni þannig að þið getið látið það vera að eyða tímanum í að koma hér inn næstu daga.
Góðar stundir.
Geiri breiði

miðvikudagur, september 08, 2004

ja herna

Já vitir menn, maður er kominn með blogg og það er nú bara þannig. Veit ekki hvort maður komi til með að skrifa mikið hér en það kemur bara í ljós. Verð að halda áfram í þessum tíma sem ég er í núna, þannig að þið vonandi heyrið meira frá mér síðar.
Góðar stundir.