föstudagur, september 24, 2004

Vefleiðangur um Norðurlöndin

Kynning
Norðurlöndin eru 7, Ísland, Danmörk, Svíþjóð, Noregur, Finnland, Færeyjar og Grænland. Hver er skyldleiki þessarra þjóða? Hvernig er menningin í þessum löndum? Hver er aðal atvinna fólks í löndunum 7? Um þetta snýst verkefnið og þú átt að finna svör við öllu þessu og meiru til. Þú átt að vinna veggspald með upplýsingum um Norðurlöndin auk þess að búa til ykkar draumaferð um Norðurlöndin.

Verkefni
Ykkar hlutverk er að taka saman allar helstu upplýsingar um Norðurlöndin. Lifnaðarhætti, íbúa, stærð, mannfjölda, atvinnuvegi, menningu o.fl. Þið notið svo þessar upplýsingar til að búa til veggspjald um Norðurlöndin og í kjölfarið býr hver og einn til ferðaáætlun um sína draumaferð um Norðurlöndin. Hver hópur kynnir síðan sínar niðurstöður um Norðurlöndin og þeir sem vilja geta síðan sagt hvernig þeirra draumaferð hljómar.

Upplýsingaleit
www.markovits.com/nordic/denmark.shtml (Hér má finna ýmsar upplýsingar um Norðurlöndin)
www.nordice.is/islenska/nordurlondin%20i%20fokus.shtml (Hér er fleira um Norðurlöndin)
www.vur.is/ (Stór og mikill gagnagrunnur um Norðurlöndin og fleiri lönd)
www.nat.is/ (Gott að styðjast við upplýsingar af þessari síðu þegar draumaferðin er skipulögð)
Ekki er skilt að ná í allar upplýsingar af þessum síðum og er öllum frjálst að nálgast þær af hverri þeirri síðu sem hefur að geyma upplýsingar um Norðurlöndin. Þessar krækjur eru bara dæmi um síður sem hægt er að nálgast upplýsingar á.

Ferlið
1. Við byrjum á að skipta bekknum niður í 4-5 manna hópa.
2. Hver einstaklingur í hópnum fær svo ákveðið hlutverk og leggur sitt af mörkum til verkefnisins. Einn tekur t.d. fyrir atvinnuvegi meðan annar tekur fyrir menningu o.s.frv.
3. Finnið þær upplýsingar sem þið þurfið með hliðsjón af þeim krækjum sem voru gefnar eða með ykkar eigin leiðum á netinu.
4. Hópurinn útbýr í sameiningu veggspjald og býr einnig til stutta greinagerð um Norðurlöndin.
5. Hver vinnur svo í sínu horni við að búa til sína draumaferð um Norðurlöndin.

Mat
Matið verður þrenns konar, fyrst er það jafningjamat þar sem bekkjarfélagarnir meta verkefnið ykkar að loknum fluttningi. Í öðru lagi verður sjálfsmat þar sem hver hópur metur eigin frammistöðu og hvernig honum gekk að vinna saman. Að lokum mun kennari meta flutninginn á verkefninu, frágang á veggspjaldi og hvernig hópnum gekk að vinna saman.

Niðurstaða
Við teljum okkur vita margt um Norðurlöndin og í raun gerum við það, en þó er svo margt sem við höfum ekki hugmynd um og er markmiðið að við áttum okkur enn betur á skyldleika Norðurlandanna. Þetta er kjörið tækifæri til að kynnast Norðurlöndunum betur og átta sig á hvað þau eiga margt sameiginlegt og að sama skapi hvað það er margt ólíkt með þessum löndum þrátt fyrir allan þennan skyldleika.