miðvikudagur, september 22, 2004

Vefrallið

Þá er komið að vefrallinu og ætla að ég að láta vefrallið mitt fjalla um íþróttir. Spurningarnar verða um íþróttir almennt (þó mun mest bera á fótbolta og handbolta spurningum). Ég ætla að notast við 5 síður sem eru www.liverpool.is , www.mbl.is , www.sport.is , www.fotbolti.net og www.visir.is. Nú þegar ég er búinn að kynna mér þessar síður ætla ég að búa til 8 spurningar og er svörin að finna á fyrrnefndum síðum.

1. Hvaða leikmaður Liverpool verður frá keppni næstu 2-3 mánuðina?
2. Hvaða formúlukappi ætlar sér að mála bæinn rauðan á fyrsta fomúlu-1 mótinu sem haldið er í kína?
3. Hvaða 3 spánverja fékk Liverpool til liðs við sig fyrir nýhafið tímabil?
4. Hvaða liði er spáð Íslandsmeistaratitlinum í handbolta karla fyrir nýhafið tímabil?
5. Hvaða liði er spáð Íslandsmeistaratitlinum í handbolta kvenna fyrir nýhafið tímabil?
6. Hvað heitir knattspyrnuþjálfari KR-inga sem nýverið hætti störfum hjá félaginu?
7. Hvað fengu Íslandsmeistarnir í knattspyrnu karla mikið í verðlaunafé fyrir sigur á Íslandsmótinu sem er ný lokið?
8. Hvað fékk neðsta liðið í Íslandsmótinu í knattspyrnu kvenna í verðlaunafé á ný loknu tímabili?

Þeir sem verða fyrstir til að senda inn (rétt svör) vinna vefrallið! Svör sendist á jonagest@khi.is.
Jæja eru ekki allir spenntir?????? Einn, tveir og byrja....................

kv.Geiri breiði

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home